Dýrari eignir seljast fremur á yfirverði

VIÐSKIPTI  | 14. apríl | 18:21 
Nokkuð hefur borið á því á fasteignamarkaðnum að undanförnu að eignir seljist á hærra verði en sett er á þær þegar þær eru auglýstar. Það virðist ekki síst eiga við þegar um dýrar eignir er að ræða.

Nokkuð hefur borið á því á fasteignamarkaðnum að undanförnu að eignir seljist á hærra verði en sett er á þær þegar þær eru auglýstar. Það virðist ekki síst eiga við þegar um dýrar eignir er að ræða.

Á þetta bendir Una Jónsdóttir, hagfræðingur hjá Landsbankanum en hún var gestur í Dagmálum ásamt Magnúsi Árna Skúlasyni hjá Reykjavik Economics. Í þættinum var sjónum beint að fasteignamarkaðnum og þeim kröftum sem orka á hann um þessar mundir.

„Það er athyglisvert að sjá hvaða eignir það eru sem eru helst að seljast yfir ásettu verði, til að fá tilfinningu fyrir eftirspurnarþrýstingnum. Þá virðist hann vera meiri á markaði fyrir dýrari eignir sem virðist sýna okkur það að eftirspurnin sé meiri eftir eignum sem kosta yfir 75 milljónir,“ segir Una.

Bendir hún á að í þessari þróun birtist áhrif af kórónuveirunni. Sterkur kaupendahópur á markaðnum sé fólk sem sé nú þegar inni á honum og kjósi nú að nýta sér hagstætt vaxtaumhverfi. Þá hafi samkomutakmarkanir leitt til þess að fjölskyldur haldi sig mikið heima í miklu návígi og að fólk vilji mögulega kaupa rýmra húsnæði.

Þátt­ur­inn er op­inn öll­um áskrif­end­um Morg­un­blaðsins og má nálg­ast þá á mbl.is.

Hægt er að horfa á þátt­inn í heild sinni hér.

Þættir