Tilþrifin: Nketiah fór langt með að fella Fulham

ÍÞRÓTTIR  | 18. apríl | 14:52 
Varamaðurinn Eddie Nketiah skoraði jöfnunarmark Arsenal á sjöundu mínútu uppbótartímans í 1:1-jafntefli við Fulham á Emirates-vellinum í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag.

Varamaðurinn Eddie Nketiah skoraði jöfnunarmark Arsenal á sjöundu mínútu uppbótartímans í 1:1-jafntefli við Fulham á Emirates-vellinum í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. 

Nketiah var réttur maður á réttum stað eftir að Alphonse Areola varði boltann fyrir fætur hans. Áður hafði Josh Maja komið Fulham yfir úr víti. 

Svipmyndir úr leiknum má sjá hér fyrir neðan en mbl.is færir ykkur efni úr enska boltanum í samvinnu við Símann sport. 

Þættir