Foreldrarnir hafa þrælað sér út

ÍÞRÓTTIR  | 19. apríl | 14:30 
„Það er rosalega gott að hafa styrktaraðila á bak við sig,“ sagði Marinó Kristjánsson, landsliðsmaður á snjóbretti, um mikilvægi styrktaraðila í snjóbrettaheiminum í Dagmálum, frétta- og menningarlífsþætti Morgunblaðsins.

„Það er rosalega gott að hafa styrktaraðila á bak við sig,“ sagði Marinó Kristjánsson, landsliðsmaður á snjóbretti, um mikilvægi styrktaraðila í snjóbrettaheiminum í Dagmálum, frétta- og menningarlífsþætti Morgunblaðsins.

Snjóbrettafyrirtækið Lobster stendur þétt við bakið á Marinó ásamt 66°Norður.

Marinó fer í gegnum fjögur snjóbretti á ári að meðaltali en ein snjóbrettaplata kostar í kringum 80.000 krónur.

„Ég fæ föt hjá 66°Norður og mikið af brettum og bindingum hjá Lobster,“ sagði Marinó.

„Það er mikið hark að standa í þessu en ég á góða foreldra að sem hafa þrælað sér út fyrir mann,“ bætti Marinó við en foreldrar hans, Berglind Árnadóttir og Kristján Kristjánsson, hafa staðið þétt við bakið á honum alveg frá því hann fór að stunda íþróttina af krafti, tíu ára gamall.

Viðtalið við Marinó í heild sinni má nálgast með því að smella hér.

Þættir