Margrét Lára: Hefur borið City-liðið á herðum sér

ÍÞRÓTTIR  | 3. maí | 23:07 
„Þetta er bara stórkostlegur leikmaður,“ sagði Margrét Lára Viðarsdóttir um Sergio Agüero, framherja enska knattspyrnufélagsins Manchester City, í Vellinum á Símanum Sport í kvöld.

„Þetta er bara stórkostlegur leikmaður,“ sagði Margrét Lára Viðarsdóttir um Sergio Agüero, framherja enska knattspyrnufélagsins Manchester City, í Vellinum á Símanum Sport í kvöld.

Agüero var á skotskónum í 2:0-sigri City gegn Crystal Palace á Selhurst Park í London um helgina en hann er fjórði markahæsti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar frá upphafi með 182 mörk.

Framherjinn mun yfirgefa City í sumar þegar samningur hans rennur út en hann hefur lítið getað spilað á tímabilinu vegna meiðsla.

„Hann hefur gert mjög mikið fyrir City-liðið í gegnum tíðina og oft og tíðum borið það á herðum sér.

Það var frábært að sjá hann spila um helgina og hann átti líka stóran þátt í öðru marki City,“ sagði Margrét Lára meðal annars.

Þættir