Eldsvoði í fjölbýlishúsi í austurhluta Lundúna

ERLENT  | 8. maí | 11:10 
Eldur braust út í íbúðablokk í austurhluta Lundúna um átta-leytið í morgun. Að sögn The Guardian er byggingin með svipaða klæðningu og var utan um Grenfell-turninn. 125 slökkviliðsmenn voru kallaðir út til þess að slökkva á eldinum sem braust út á níundu, tíundu og elleftu hæð byggingarinnar. Reykur umlykti sex hæðar hússins og var ein íbúðanna alelda samkvæmt myndbandi.

Eldur braust út í fjölbýlishúsi í austurhluta Lundúna um átta-leytið í morgun að staðartíma. Búið var að ráða niðurlögum eldsins um hálf-tólf. Að sögn The Guardian er byggingin með svipaða klæðningu og var utan um Grenfell-turninn.  

125 slökkviliðsmenn voru kallaðir út til þess að slökkva á eldinum sem braust út á níundu, tíundu og elleftu hæð byggingarinnar. Reykur umlykti sex hæðar hússins og var ein íbúðanna alelda samkvæmt myndbandi sem var tekið upp í nálægri byggingu. Slökkvilið Lúndunarborgar sagði í tilkynningu um eldsvoðann að ekki væri enn vitað hvað hafði orsakað hann.

Eldsvoðinn minnir marga óþæginlega á brunann í Grenfell turninum sem kostaði 72 manns lífið. End Our Cladding Scandal, samtök um að fjarlæga hættulegar klæðningar á byggingum hafa fordæmt að ekki hefur tekist að binda enda á hættuna af slíkum klæðningum. „Grenfell-bruninn var fyrir næstum því fjórum árum. Hvernig er það ásættanlegt að ekki hefur hafist að gera hættulegustu byggingar Bretlands öryggari. Það er einungis tímaspursmál þar til þetta gerist aftur,“ segir í tilkynningu samtakanna. 

Þættir