Mörkin: Tottenham réði ekki við sóknarþunga Leeds

ÍÞRÓTTIR  | 8. maí | 14:49 
Stuart Dallas, Patrick Bamford og Rodrigo sáu um að skora fyrir Leeds United þegar liðið fékk Tottenham Hotspur í heimsókn á Elland Road í ensku úrvalsdeildinni í dag.

Stuart Dallas, Patrick Bamford og Rodrigo sáu um að skora fyrir Leeds United þegar liðið fékk Tottenham Hotspur í heimsókn á Elland Road í ensku úrvalsdeildinni í dag.

Dallas kom Leeds í forystu snemma leiks en Son Heung-Min jafnaði metin um miðjan fyrri hálfleik eftir magnaðan undirbúning Dele Alli.

Skömmu fyrir hálfleik kom Bamford Leeds yfir að nýju og varamaðurinn Rodrigo gerði loks út um leikinn þegar skammt var eftir. Mjög góður 3:1 sigur Leeds því niðurstaðan.

Öll mörk leiksins, sem var sýndur í beinni útsendingu á Símanum Sport, ásamt öllu því helsta úr honum má sjá í spilaranum hér að ofan.

Þættir