Mörkin: Þau ljótu telja líka

ÍÞRÓTTIR  | 8. maí | 16:48 
Þau voru ekki sérlega falleg mörkin tvö sem Crystal Palace skoraði í 2:0 útisigrinum gegn Sheffield United í dag, en þau telja jafn mikið fyrir því.

Þau voru ekki sérlega falleg mörkin tvö sem Crystal Palace skoraði í 2:0 útisigrinum gegn Sheffield United í dag, en þau telja jafn mikið fyrir því.

Christian Benteke kom gestunum í Palace á bragðið eftir rétt rúma mínútu, þegar hann fékk boltann eftir frábæran sprett Eberechi Eze, lagði boltann í fjærhornið en skotið af löppinni á George Baldock og þaðan skoppaði boltinn í nærhornið.

Seint í leiknum var röðin komin að Eze sjálfum. Hann tók þá annan frábæran sprett, kom sér í gott skotfæri, skaut í nærhornið en boltinn af John Fleck og þaðan í fjærhornið.

Mörkin úr leiknum, sem var sýndur í beinni útsendingu á Símanum Sport og hér á mbl.is, má sjá í spilaranum hér að ofan.

Þættir