Mörkin: Tveir skoruðu fyrstu mörkin á ferlinum

ÍÞRÓTTIR  | 15. maí | 16:12 
Nathan Tella hjá Southampton og Fabio Carvalho hjá Fulham skoruðu sín fyrstu mörk á ferlinum er liðin mættust í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag.

Nathan Tella hjá Southampton og Fabio Carvalho hjá Fulham skoruðu sín fyrstu mörk á ferlinum er liðin mættust í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. 

Tella kom Southampton í 2:0 áður en Carvalho minnkaði muninn í 2:1, en lokatölur urðu 3:1 fyrir Southampton, en Fulham er þegar fallið úr deildinni. 

Svipmyndir úr leiknum má sjá fyrir ofan en mbl.is færir ykkur efni úr enska boltanum í samvinnu við Símann sport. 

Þættir