Grunuðu landsliðsmann um fíkniefnasmygl

ÍÞRÓTTIR  | 17. maí | 13:11 
„Þetta tímabil er það erfiðasta sem ég hef upplifað,“ sagði Sturla Snær Snorrason, margfaldur Íslandsmeistari á skíðum og atvinnumaður í greininni, í Dagmálum, frétta- og menningarlífsþætti Morgunblaðsins.

„Þetta tímabil er það erfiðasta sem ég hef upplifað,“ sagði Sturla Snær Snorrason, margfaldur Íslandsmeistari á skíðum og atvinnumaður í greininni, í Dagmálum, frétta- og menningarlífsþætti Morgunblaðsins.

Sturla er fremsti skíðamaður þjóðarinnar en hann ákvað að gerast atvinnumaður í greininni árið 2015.

Hann hefur verið búsettur erlendis undanfarin ár til þess að stunda sína íþrótt en kórónuveirufaraldurinn setti stórt strik í reikninginn hjá honum á síðasta keppnistímabili.

„Það var ekkert að gerast í Ameríku og ekkert að gerast í Asíu þannig að keppendur úr báðum þessum heimsálfum komu til Evrópu til þess að keppa á einhverjum mótum,“ sagði Sturla.

„Þú gast þess vegna ekki valið þau mót sem hentuðu þér því maður fór bara á þau mót sem voru í boði.

Það var öllu skelt í lás á Ítalíu og í Austurríki sem dæmi og ég verandi Íslendingur, á íslenskum bíl í þokkabót, var ekki beint vinsælasti maðurinn á landamærum Evrópu,“ sagði Sturla sem var meðal annars grunaður um fíkniefnasmygl af þýskum landamælavörðum á ferð sinni um Evrópu.

Viðtalið við Sturlu í heild sinni má nálgast með því að smella hér.

Þættir