Grillaðar lambakótelettur með mögnuðu meðlæti

MATUR  | 27. maí | 9:15 
Hér er á ferðinni einfaldasta kvöldmáltíð sem sögur fara af. Allt meðlætið er tilbúið til eldunar í álbökkum og það eina sem þarf að gera er að kveikja á grillinu.

Hér er á ferðinni einfaldasta kvöldmáltíð sem sögur fara af. Allt meðlætið er tilbúið til eldunar í álbökkum og það eina sem þarf að gera er að kveikja á grillinu. Lambakótelettur eru einstaklega góður biti og hér eru grillaðar sérvaldar kótelettur sem búið er að trufflumarinera. Meðlætið var svo ekki af verri endanum en hér var á ferðinni ei nfalt smælki, kokteiltómatar og mozzarella-ostur, sérvalið rótargrænmeti, ferskur maís og dýrindishvítlaukssósa.

Grillaðar lambakótelettur með mögnuðu meðlæti

  • Trufflumarineraðar lambakótelettur
  • Kryddað rótargrænmeti
  • Maís með kryddsmjöri
  • Kokteiltómatar og mozzarella
  • Hvítlaukssósa

Aðferð:

Kóteletturnar grillaðar á meðalháum hita. Snúið þeim eftir nokkrar mínútur uns þær eru passlega eldaðar. Á sama tíma skal setja álbakkana á grillið. Grillið uns tilbúið.

Berið fram með hvítlaukssósu.

Þættir