„Ég bara synti yfir ána“

ÍÞRÓTTIR  | 7. júní | 11:26 
„Ég held að fólkið sem var þarna á svæðinu hafi ekki fattað að ég væri að keppa,“ sagði Þorbergur Ingi Jónsson, einn fremsti langhlaupari landsins, í Dagmálum, frétta- og menningarlífsþætti Morgunblaðsins.

„Ég held að fólkið sem var þarna á svæðinu hafi ekki fattað að ég væri að keppa,“ sagði Þorbergur Ingi Jónsson, einn fremsti langhlaupari landsins, í Dagmálum, frétta- og menningarlífsþætti Morgunblaðsins.

Þorbergur tók þátt í Laugavegshlaupinu í fyrsta sinn árið 2009 en hann gerði sér lítið fyrir og kom fyrstur í mark á tímanum 4:20:00 en hann bætti tímametið í hlaupinu um nítján mínútur.

Síðan þá hefur Þorbergur verið fastagestur í Laugavegshlaupinu og er hann sá eini sem hefur hlaupið hann á undir fjórum klukkustundum en sumarið 2019 hljóp hann Laugaveginn fram og tilbaka en kom þrátt fyrir það fyrstur í mark í keppninni.

„Það voru frekar fáir mættir þarna og það voru ekki margir sem áttuðu sig á því að ég væri að koma í mark,“ sagði Þorbergur.

„Þetta var samt ekki nýtt fyrir mér þannig því þegar ég tók þátt í Barðsneshlaupinu í annað sinn þá bætti ég mig um einhverjar 40 mínútur.

Það var bíll sem átti að ferja okkur yfir Norðfjarðaránna en hann var ekki mættur því ég var langt á undan tímanum sem búist var við að fólk myndi hlaupa þetta á,“ sagði Þorbergur meðal annars.

Viðtalið við Þorberg í heild sinni má nálgast með því að smella hér.

Þættir