„Það verður eitthvað undan að láta“

FÓLKIÐ  | 9. júlí | 13:27 
„Það verður eitthvað undan að láta,“ segir Þóra Jónsdóttir, einn stofnenda Hæglætishreyfingarinnar, þar sem áhersla er lögð á minni streitu og hraða í daglegu lífi. Taktinn í nútímasamfélagi segir hún allt of hraðan sem komi niður á fjölskyldum og börnum. Rætt er um hreyfinguna í Dagmálum í dag.

„Það verður eitthvað undan að láta,“ segir Þóra Jónsdóttir, einn stofnenda Hæglætishreyfingarinnar, þar sem áhersla er lögð á minni streitu og hraða í daglegu lífi. Taktinn í nútímasamfélagi segir hún allt of hraðan sem komi niður á fjölskyldum og börnum. Hún ásamt Sólveigu Maríu Svavarsdóttur eru gestir Berglindar Guðmundsdóttur í Dagmálum í dag.

Þær hafa báðar valið að hægja á og fækka streituvöldum í lífi sínu og velja sér lífsstíl sem styður við að þær geti lifað í góðum tengslum við sjálfar sig og fólkið sitt. Þær hafa báðar ásamt eiginmönnum sínum valið að búa í nánd við náttúruna til að geta hæglega stundað útiveru. Í uppeldinu leggja þær áherslu á virðingarrík samskipti og hæglæti.

Í myndskeiðinu ræðir Þóra, sem starfar hjá Barnaheillum, um þennan takt í íslensku samfélagi og hvernig sé hægt að gera breytingar í eigin lífi.

Dag­mál eru streym­isþætt­ir Morg­un­blaðsins á net­inu, opn­ir öll­um áskrif­end­um blaðsins. Viðtalið er að finna hér. Einnig er hægt að kaupa vikupassa hér.

 

  Þættir