Bjargaði syni sínum úr klóm mannræningja

ERLENT  | 19. júlí | 13:57 
Myndefni úr eftirlitsmyndavél sem lögreglan í New York-borg hefur birt sýnir þegar kona sýnir mikið snarræði og kemur í veg fyrir að fimm ára syni hennar sé rænt í hverfinu Queens.

Myndefni úr eftirlitsmyndavél sem lögreglan í New York-borg hefur birt sýnir þegar kona sýnir mikið snarræði og kemur í veg fyrir að fimm ára syni hennar sé rænt í hverfinu Queens.

Þeir sem voru að verki óku á brott eftir að móður drengsins tókst að ná honum út um bílgluggann.

Drengurinn slapp ómeiddur, að sögn lögreglunnar. Hún hefur handtekið 24 ára karlmann og óskar nú eftir aðstoð almennings við að bera kennsl á vitorðsmann hans.

Þættir