Vilja sterkari viðbrögð 10 árum eftir fjöldamorð

ERLENT  | 20. júlí | 14:01 
Á fimmtudaginn verður liðinn áratugur frá mannskæðasta fjöldamorði í sögu Noregs. Þeir sem lifðu árásina í Útey af, þar sem 69 manns voru drepnir, eru enn að vonast eftir því að Norðmenn beiti sér á sterkari hátt gegn hugmyndafræði hægri-öfgamanna.

Á fimmtudaginn verður liðinn áratugur frá mannskæðasta fjöldamorði í sögu Noregs. Þeir sem lifðu árásina í Útey af, þar sem 69 manns voru drepnir, eru enn að vonast eftir því að Norðmenn beiti sér á sterkari hátt gegn hugmyndafræði hægri-öfgamanna.

Með þær hugmyndir í kollinum ákvað Anders Behring Breivik að ráðast til atlögu gegn meðlimum ungliðahreyfingar norska Verkamannaflokksins á eyjunni með þessum hræðilegu afleiðingum. Einnig gerði hann sprengjuárás í Ósló þar sem átta manns létust.

Þættir