Svona hefur þú ekki séð Grænahrygg

FERÐALÖG  | 25. júlí | 13:48 
Togar Grænihryggur í þig? Langar þig að upplifa einstaka náttúrufegurð? Áttu göngu- og vaðskó?

Togar Grænihryggur í þig? Langar þig að upplifa einstaka náttúrufegurð? Áttu göngu- og vaðskó? Ef svarið við þessum spurningum er já þá er bara ein spurning eftir og hún er: eftir hverju ertu að bíða?

Já þessi fallegi staður suðaustur af Landmannalaugum og Jökulkvíslargili er stórkostleg perla sem lætur engan sem hana heimsækir ósnortinn. Það er hægt að komast að Grænahrygg eftir nokkrum mismunandi gönguleiðum en best er að skoða vel á netinu leiðir sem þú telur henta best. Eitt er víst og það er að sama hvaða leið þú ákveður að fara verður leiðin ein sú fallegasta sem þú hefur gengið.

Þættir