Klippti fötin sem hún vildi ekki klæðast

FÓLKIÐ  | 29. júlí | 9:26 
Fatahönnuðurinn Halldóra Sif Guðlaugsdóttir hefur í gegnum tíðina alltaf verið samkvæm sjálfri sér í klæðaburði og vitað hvað hún vill þegar kemur að því að velja föt á sig. Halldóra rekur nú tískumerkið Sif Benedicta sem hefur vakið mikla athygli út fyrir landsteinana, meðal annars fyrir falleg munstur og litagleði.

Fatahönnuðurinn Halldóra Sif Guðlaugsdóttir hefur í gegnum tíðina alltaf verið samkvæm sjálfri sér í klæðaburði og vitað hvað hún vill þegar kemur að því að velja föt á sig. Halldóra rekur nú tískumerkið Sif Benedicta sem hefur vakið mikla athygli út fyrir landsteinana, meðal annars fyrir falleg munstur og litagleði.

Sem barn segist Halldóra mikið hafa velt fyrir sér efnum og þróað með sér persónulegan stíl. Mamma hennar og amma hafa sagt henni ýmsar skemmtilegar sögur af því hversu ákveðin hún var á sínum yngri árum.

„Ég fór í tjullpils af mömmu yfir gallabuxurnar og svo fór ég í gallajakka  og ég var alltaf að pæla í einhvern veginn efnum og svona,“ segir Halldóra en sumum flíkum þvertók hún fyrir að klæðast. „Svo var bara sumt sem ég gat alls ekki verið í, eitthvað sem mamma var kannski búin að kaupa rosa fínt, og ég bara úff nei. Hún bara fékk mig ekki í það.“

Halldóra rifjar meðal annars upp ullarföt sem átti að klæðast undir fötum en henni þótti þau óbærileg vegna þess að þau stungu svo. Hún fann þó góða lausn við því. „Ég fór inn í herbergi og mamma var ekki að fara að troða mér í þetta. Ég var örugglega svona 4-5 ára og ég bara klippti þau, bara sorrí þau eru ónýt. Ógeðslega klikkuð,“ segir Halldóra og skellir upp úr. „Þetta var ógeðslega óþægilegt, bara ekki gera þetta.“

Viðtalið við Halldóru Sif má finna í fullri lengd með því að smella hér.

Þættir