„Fáum öll að vera við sjálf“

FÓLKIÐ  | 5. ágúst | 13:31 
Instagramaðgangurinn Hinseginleikinn hefur vakið mikla athygli undanfarin ár þar sem fjölbreyttir einstaklingar úr hinseginsamfélaginu taka yfir aðganginn í sólarhring, segja sína sögu, svara spurningum og sýna frá lífi sínu. Stofnendur Hinseginleikans eru hjónin Ingileif Friðriksdóttir og María Rut Kristinsdóttir. Þær hafa einnig haldið fjöldann allan af fyrirlestrum, stjórnað þáttum hjá RÚV, gefið út bækur og verið öflugar raddir í íslensku samfélagi.

Instagramaðgangurinn Hinseginleikinn hefur vakið mikla athygli undanfarin ár þar sem fjölbreyttir einstaklingar úr hinseginsamfélaginu taka yfir aðganginn í sólarhring, segja sína sögu, svara spurningum og sýna frá lífi sínu. Stofnendur Hinseginleikans eru hjónin Ingileif Friðriksdóttir og María Rut Kristinsdóttir. Þær hafa einnig haldið fjöldann allan af fyrirlestrum, stjórnað þáttum hjá RÚV, gefið út bækur og verið öflugar raddir í íslensku samfélagi.

Ingileif segir Hinseginleikann leggja áherslu á að fagna fjölbreytileikanum og mikilvægi þess að fólk fái rými til að vera það sjálft. „Útgangspunktur okkar er bara að við fáum öll að vera við sjálf óháð því hvaða kynhneigð við erum með eða kynvitund eða kyntjáningu.“

Þær eru þakklátar fyrir það hversu margir hafa verið til í að taka þátt í þessu með þeim. „Þetta hefur verið alveg ótrúlega lærdómsríkt og við erum ótrúlega heppnar með það hvað það hefur verið mikið af fólki tilbúið til að ljá Hinseginleikanum rödd sína. Þetta hefði náttúrlega ekki orðið að neinu ef svo hefði ekki verið.“

Hún segist sjálf hefðu þurft á slíkum miðli að halda þegar hún var yngri en Ingileif kom út úr skápnum 20 ára gömul. „Þannig að þaðan kemur þessi hugmynd, að vilja búa til eitthvað sem ég veit að ég hefði þurft á að halda þegar ég var aðeins yngri. Það er alveg ótrúlega gaman að heyra, svona það sem við höfum heyrt síðustu árin, þegar við fáum til okkar fólk sem hefur sagt bara: „Þetta hjálpaði mér. Þarna sá ég einhverja manneskju sem ég tengdi við.“ Það hefur verið svo stórt fyrir okkur því það var auðvitað stóri tilgangurinn með Hinseginleikanum.“

Þætt­ir Dag­mála eru opn­ir áskrif­end­um Morg­un­blaðsins og má horfa á viðtalið við Ingi­leif Friðriks­dótt­ur í heild sinni hér.

 

Þættir