Byrjaði að taka ljósmyndir 8 ára

FÓLKIÐ  | 16. ágúst | 16:02 
„Ég held ég hafi bara eiginlega fæðst með hann,“ segir ljósmyndarinn og listakonan Saga Sigurðardóttir þegar hún er spurð hvenær áhugi hennar á listsköpun hafi kviknað. Að eigin sögn flæðir listin yfir allt sem hún gerir og er órjúfanlegur hluti af því hver hún er frá því hún man eftir sér.

„Ég held ég hafi bara eiginlega fæðst með hann,“ segir ljósmyndarinn og listakonan Saga Sigurðardóttir þegar hún er spurð hvenær áhugi hennar á listsköpun hafi kviknað. Að eigin sögn flæðir listin yfir allt sem hún gerir og er órjúfanlegur hluti af því hver hún er frá því hún man eftir sér. „Þegar ég var lítil þá var ég byrjuð að mála og teikna ótrúlega mikið og búa til mín eigin ævintýri þannig að ég hef alltaf verið mjög skapandi í öllu sem ég geri.“

Saga er gestur Dóru Júlíu í Dagmálaþætti dagsins. Þættirnir í heild sinni eru aðgengilegir áskrifendum Morgunblaðsins hér en einnig er hægt að kaupa vikupassa hér.

Saga segist þó ekki hafa áttað sig á því að hægt væri að starfa sem listamaður og það væri eitthvað sem hún gæti orðið þegar hún yrði stór. Leiðin lá fyrst í allt aðra átt. „Ég hef mjög mikinn áhuga á raunvísindum, ég ætlaði alltaf að verða læknir eða stjarneðlisfræðingur, þannig að ég vissi ekkert að maður gæti unnið við það að vera listamaður.“

Þrátt fyrir breitt áhugasvið átti listin stóran hluta af hjarta hennar og ástríðan fyrir ljósmyndun kom fljótt. „Ég byrjaði náttúrlega átta ára gömul að taka ljósmyndir, þannig að já ég hef alltaf verið í einhvers konar sköpun, hvort sem það er að teikna, mála, búa til einhvern heim eða klæða mig skapandi,“ segir Saga, sem er þekkt fyrir litríkan og listrænan klæðaburð.

Þættir