Landsliðið var grín fyrir komu Lagerbäcks

ÍÞRÓTTIR  | 23. ágúst | 9:24 
„Hann breytti öllu,“ sagði Ragnar Sigurðsson, landsliðsmaður Íslands í knattspyrnu, í Dagmálum, frétta- og menningarlífsþætti Morgunblaðsins um Svíann Lars Lagerbäck.

„Hann breytti öllu,“ sagði Ragnar Sigurðsson, landsliðsmaður Íslands í knattspyrnu, í Dagmálum, frétta- og menningarlífsþætti Morgunblaðsins um Svíann Lars Lagerbäck.

Sænski þjálfarinn var ráðinn þjálfari íslenska liðsins í október 2011 og kom liðinu á sitt fyrsta stórmót í knattspyrnu tæpum fimm árum síðar.

Ragnar hafði verið inn og út úr landsliðinu frá árinu 2007 en hann varð einn af máttarstólpum liðsins undir stjórn Lagerbäcks.

„Þetta var bara eitthvert grín sem varð að alvörudæmi og maður fattar þetta ekkert endilega þegar maður er búinn að vera í landsliðinu í einhvern tíma og vanur ákveðnum hlutum,“ sagði Ragnar.

„Svo kemur einhver atvinnumaður inn í þetta eins og hann sem breytir öllu. Maður fann það strax að hann vissi nákvæmlega hvað hann var að gera.

Hann tók til dæmis fyrir allt áfengi í kringum landsliðið. Hann er með ákveðnar hugmyndir um fótbolta og það sem situr kannski mest eftir hjá okkur var að tapa aldrei einn á móti einum,“ sagði Ragnar meðal annars.

Viðtalið við Ragnar í heild sinni má nálgast með því að smella hér. 

Þættir