Þúsundir flýja skógarelda á Suður-Spáni

ERLENT  | 13. september | 13:37 
Hundruð slökkviliðsmanna berjast nú við gróðurelda í héraðinu Andalúsíu á Suður-Spáni. Um 7.400 hektarar hafa nú orðið eldinum að bráð og hefur einn einstaklingur látið lífið vegna þeirra.

Hundruð slökkviliðsmanna berjast nú við skógarelda í héraðinu Andalúsíu á Suður-Spáni. Um 7.400 hektarar hafa nú orðið eldinum að bráð og hefur einn einstaklingur látið lífið vegna þeirra.

BBC greinir frá þessu.

Eldarnir hófust á miðvikudaginn í síðustu viku og voru upptök þeirra nærri vinsæla ferðamannastaðnum Costa del Sol. Um það bil tvö þúsund manns hafa flúið heimili sín vegna eldanna en 11 þorp og bæir voru rýmd á síðustu dögum.

Reykmökkurinn er sjáanlegur úr margra kílómetra fjarlægð og hefur Juan Sánchez, yfirmaður slökkviliðsdeildarinnar í héraðinu, lýst skógareldunum sem „þeim flóknustu“ sem sést hafa í langan tíma. Bætir hann við að lengi hafi verið talað um hverjar mögulegar afleiðingar loftslagsbreytingar verða, nú séum við hins vegar að upplifa þær.

Þættir