Mörkin: Vardy í aðalhlutverki

ÍÞRÓTTIR  | 25. september | 16:41 
Jamie Vardy skoraði þrjú mörk, þar af eitt í eigið net, í æsilegu 2:2 jafntefli Leicester City gegn Burnley í ensku úrvalsdeildinni í dag.

Jamie Vardy skoraði þrjú mörk, þar af eitt í eigið net, í æsilegu 2:2 jafntefli Leicester City gegn Burnley í ensku úrvalsdeildinni í dag.

Vardy kom Burnley á bragðið með sjálfsmarki áður en hann jafnaði metin í fyrri hálfleik.

Skömmu fyrir leikhlé kom Maxwel Cornet Burnley yfir á ný.

Vardy jafnaði svo metin öðru sinni seint í leiknum.

Chris Wood skoraði fyrir Burnley á fjórðu mínútu uppbótartíma en VAR dæmdi það af vegna rangstöðu.

Öll mörkin, þar á meðal það sem var dæmt af Burnley á ögurstundu, má sjá í spilaranum hér að ofan.

Þættir