Tilþrifin: Markaveislan hófst í síðari hálfleik

ÍÞRÓTTIR  | 3. október | 18:00 
Liverpool og Manchester City skoruðu sitt hvor tvö mörkin í frábæru jafntefli í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu karla í dag.

Liverpool og Manchester City skoruðu sitt hvor tvö mörkin í frábæru jafntefli í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu karla í dag.

Eftir markalausan fyrri hálfleik þar sem City réði lögum og lofum voru það hins vegar heimamenn í Liverpool sem náðu forystunni.

Þá skoraði Sadio Mané eftir laglegan undirbúning Mohamed Salah.

Phil Foden jafnaði metin fyrir City með frábæru skoti eftir góðan undirbúning Gabriel Jesus.

Salah skoraði svo stórkostlegt mark þar sem hann lék á þrjá varnarmenn City og þrumaði boltanum svo í stöngina og inn.

Kevin De Bruyne átti hins vegar síðasta orðið þegar hann jafnaði metin öðru sinni er skot hans fyrir utan teig fór af Joel Matip og í netið.

Mörkin fjögur og allt það helsta úr mögnuðum fótboltaleik má sjá í spilaranum hér að ofan.

Þættir