Skammast sín og biður fyrir fórnarlömbum

ERLENT  | 6. október | 12:26 
Frans páfi sagðist í morgun skammast sín vegna nýrrar skýrslu um kynferðisbrot innan kaþólsku kirkjunnar í Frakklandi gegn börnum.

Frans páfi sagðist í morgun skammast sín vegna nýrrar skýrslu um kynferðisbrot innan kaþólsku kirkjunnar í Frakklandi gegn börnum.

Hann sagði kirkjuna einnig skammast sín og biður fyrir fórnarlömbunum.

216 þúsund

Sjálfstæð rannsóknarnefnd birti fyrr í vikunni skýrslu þar sem kom fram að starfsfólk kaþólsku kirkjunnar í Frakklandi hafi níðst á um 216 þúsund börnum á sjö áratuga tímabili frá árinu 1950.

Þættir