Fann draumamanninn og auglýsti eftir draumahúsinu á Facebook

SMARTLAND  | 13. október | 14:47 
Sigríður Indriðadóttir og unnusti hennar, Gísli Svanur Gíslason, búa í fallegu húsi í Garðabæ. Þau fundu hvort annað þegar þau voru komin yfir fertugt. Sigríður segir að fólk verði að vita hvað það vill þegar það leitar að rétta makanum.

Sigríður Indriðadóttir og unnusti hennar, Gísli Svanur Gíslason, búa í fallegu húsi í Garðabæ. Þau fundu hvort annað þegar þau voru komin yfir fertugt og bæði fráskilin. Sigríður segir að fólk verði að vita hvað það vill þegar það leitar að rétta makanum líkt og fólk þarf að vita hvað það vill fá út úr vinnunni sinni. 

Parið er einstaklega samstíga en þegar eftir að þau festu kaup á draumahúsinu hafa þau staðið í miklum framkvæmdum. Húsið kom upp í hendurnar á þeim eftir að þau auglýstu eftir því á Facebook. 

„Við settum auglýsingu á Facebook og auglýstum eftir húsi. Nú væri komið að því að kaupa húsið okkar. Það væri jafnvel á tveimur hæðum og jafnvel með nokkrum herbergjum. Fasteignasali af mínum vinalista deildi auglýsingunni og húsið kom upp í hendurnar á okkur,“ segir Sigríður sem er mannauðsfræðingur og markþjálfi. Hún stofnaði nýlega fyrirtækið Saga Competence en áður var hún mannauðsstjóri Póstsins. 

 

 

Þættir