Ógnvekjandi að standa ein upp á sviði

ÍÞRÓTTIR  | 14. október | 16:32 
„Það er eðlilegt að bæta sig mikið til að byrja með en ég held samt að þessi árangur hafi verið framar björtustu vonum,“ sagði Kristín Þórhallsdóttir, margfaldur Íslandsmeistari í kraftlyftingum, í Dagmálum, frétta- og menningarlífsþætti Morgunblaðsins.

„Það er eðlilegt að bæta sig mikið til að byrja með en ég held samt að þessi árangur hafi verið framar björtustu vonum,“ sagði Kristín Þórhallsdóttir, margfaldur Íslandsmeistari í kraftlyftingum, í Dagmálum, frétta- og menningarlífsþætti Morgunblaðsins.

Kristín, sem er 37 ára, byrjaði að æfa kraftlyftingar fyrir tveimur árum, þá 35 ára, en hún vann til bronsverðlauna á heimsmeistaramótinu í kraftlyftingum í Halmstad í Svíþjóð á dögunum.

Hún byrjaði í markmiðaþjálfun hjá Ásdísi Hjálmsdóttur Annerud, fyrrverandi afreksíþróttakona í frjálsum íþróttum, fyrir heimsmeistaramótið í Svíþjóð, sem hjálpaði henni mikið.

„Ég er farinn að huga miklu betur að andlega þættinum innan íþróttarinnar og sótt bæði tíma hjá íþróttasálfræðingi innan kraftlyftingasambandsins sem og hjá Ásdísi Hjálms fyrir heimsmeistaramótið,“ sagði Kristín.

„Ég þjáðist af miklu keppnisstressi og var líka að díla við kvíða eftir greininguna hjá stráknum mínum. Mér fannst ógnvekjandi tilhugsun að standa upp á sviði fyrir framan áhorfendur og dómara og láta dæma sig,“ sagði Kristín meðal annars.

Viðtalið við Kristínu í heild sinni má nálgast með því að smella hér. 

Þættir