Hvað er í boði á hlaðborði helgarinnar?

ÍÞRÓTTIR  | 15. október | 12:21 
Tíu leikir eru á dagskrá í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu á þremur dögum og fara sjö leikir fram á morgun.

Tíu leikir eru á dagskrá í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu á þremur dögum og fara sjö leikir fram á morgun.

Í meðfylgjandi myndskeiði fer Tómas Þór Þórðarson yfir það sem framundan er hjá Símanum Sport um helgina.

Unnendur Liverpool verða væntanlega sestir í sófann fyrir hádegi því leikur Watford og Liverpool hefst klukkan 11:30 á morgun. Frumraun Claudio Ranieri verður því í erfiðari kantinum hjá Watford.

Fimm leikir hefjast klukkan 14 á morgun og þá eigast til að mynda við Leicester og Manchester United. Chelsea verður á ferðinni seinni partinn gegn Brentford.

Nánar um dagskrá helgarinnar í ensku úrvalsdeildinni í meðfylgjandi myndskeiði.

Þættir