Endaði okkar megin í dag

ÍÞRÓTTIR  | 20. október | 20:31 
Eydís Eva Þórisdóttir skotbakvörður Vals í körfuknattleik var að vonum sátt með sigur í kvöld, í toppslag Subway-deildar kvenna milli Njarðvíkur og Vals.

Eydís Eva Þórisdóttir skotbakvörður Vals í körfuknattleik var að vonum sátt með sigur í kvöld, í toppslag Subway-deildar kvenna milli Njarðvíkur og Vals.

Eva lét rigna stigum á Njarðvík þegar mest á þurfti hjá Val og óhætt að segja að hún hafi átt stóran þátt í þessum Vals sigri.

Eva sagðist ekkert hafa verið að pæla mikið í hlutunum nema bara að spila og vinna leikinn í þessum fjórða leikhluta. 

Eva sagði að eftir hörmulegan fyrsta leikhluta hafi Ólafur þjálfari einfaldlega sagt þeim að þær væru betri en þær væru að sýna og það virtist duga til. 

Þættir