Mörkin: Watford gekk frá Everton

ÍÞRÓTTIR  | 23. október | 17:06 
Watford sigraði Everton 5:2 á Goodison Park í Liverpool-borg í ensku úrvalsdeildinni í dag.

Watford sigraði Everton 5:2 á Goodison Park í Liverpool-borg í ensku úrvalsdeildinni í dag.

Tom Davies kom Everton mönnum yfir á 3. mínútu en Joshua King jafnaði tíu mínútum seinna. Fleiri urðu mörkin ekki í fyrri hálfleik.

Richarlison kom Everton aftur yfir á 63. mínútu en þegar tæplega korter var eftir af leiknum varð algjört hrun hjá heimamönnum og gestirnir skoruðu heil fjögur mörk. King bætti við tveimur mörkum og fullkomnaði þrennu sína en þeir Emmanuel Dennis og Juraj Kucka skoruðu hin mörkin.

Leikur Everton og Watford var sýndur beint á Síminn Sport.

Þættir