Margrét Lára: Kemur á óvart á Pogba byrji ekki

ÍÞRÓTTIR  | 24. október | 15:52 
Margrét Lára Viðarsdóttir og Bjarni Þór Viðarsson eru stödd á Old Trafford í Manchester fyrir hönd Símans Sports þar sem leikur Manchester United og Liverpool stendur nú yfir.

Margrét Lára Viðarsdóttir og Bjarni Þór Viðarsson eru stödd á Old Trafford í Manchester fyrir hönd Símans Sports þar sem leikur Manchester United og Liverpool stendur nú yfir.

„Það kemur svolítið á óvart að Paul Pogba sé ekki í byrjunarliðinu í dag. Hann kom virkilega sterkur inn í Meistaradeildinni í vikunni, hjálpaði liðinu að landa þar mjög miklum karakterssigri,“ sagði Margrét Lára við Bjarna Þór á vellinum.

Umræður þeirra fyrir leik má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.

Staðan þegar þetta er ritað er 2:0 fyrir Liverpool eftir mörk frá Naby Keita og Diogo Jota.

Leikurinn er í beinni útsendingu á Símanum Sport.

Þættir