„Allir Arsenal menn yrðu sáttir með sjötta sætið“

ÍÞRÓTTIR  | 24. október | 20:47 
Í þætti gærdagsins af Vellinum ræddu þeir Tómas Þór Þórðarson, Eiður Smári Guðjohnsen og Gylfi Einarsson frammistöðu Arsenal þar sem af er í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu.

Í þætti gærdagsins af Vellinum ræddu þeir Tómas Þór Þórðarson, Eiður Smári Guðjohnsen og Gylfi Einarsson frammistöðu Arsenal þar sem af er í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Arsenal sigraði Aston Villa örugglega 3:1 á föstudagskvöldið.

Tómas Þór segir allt annað sjá Arsenal núna frá því í upphafi móts.

„Menn eru aðeins að draga í land með það hversu slakir þeir voru í upphafi tímabils. Þetta er allt annað lið núna en þá. Það eru bara fjórir úr byrjunarliðinu í fyrstu umferð að spila núna.“

Eiður Smári tekur undir með Tómasi.

„Ég er sammála því. Við erum líklega farnir að sjá núna fótboltann sem Mikel Arteta vill spila. Hvort það sé nægilega mikil þyngd í þessu liði til að keppast um efstu fimm eða sex sætin á eftir að koma í ljós.“

Gylfi Einarsson bætti þá við:

„Ef að Arteta endar í efstu sex sætunum er það virkilega vel gert hjá honum. Ég held að allir Arsenal menn yrðu sáttir með sjötta sætið í ár. Þetta snýst um stöðugleika og þetta er rosalega ungt lið. Ég held að við munum sjá Arsenal svolítið upp og niður.“

Umræðuna um Arsenal má sjá í heild sinni hér að ofan.

Leikur Arsenal og Aston Villa var sýndur beint á Síminn Sport.

Þættir