Tilþrifin: Glæsimark Lanzini kom of seint

ÍÞRÓTTIR  | 28. nóvember | 17:50 
Manuel Lanzini kom inn af varamannabekknum og skoraði glæsilegt mark í uppbótartíma fyrir West Ham United þegar liðið heimsótti Englandsmeistara Manchester City í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu karla í dag. City hafði að lokum 2:1 sigur.

Manuel Lanzini kom inn af varamannabekknum og skoraði glæsilegt mark í uppbótartíma fyrir West Ham United þegar liðið heimsótti Englandsmeistara Manchester City í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu karla í dag. City hafði að lokum 2:1 sigur.

Ilkay Gundogan kom City yfir eftir rúmlega hálftíma leik með skoti af stuttu færi og tvöfaldaði varamaðurinn Fernandinho forystuna á 90. mínútu þegar hann lagði boltann í stöngina og inn á vítateigslínunni.

Lanzini átti síðasta orðið með frábæru skoti á lofti sem fór í stöngina og inn en skotið reyndist síðasta spyrna leiksins og því um seinan fyrir West Ham að reyna að fá eitthvað út úr leiknum.

Mörkin þrjú og helstu færin úr leiknum má sjá í spilaranum hér að ofan.

Þættir