Mörkin: Skelfileg mistök kostuðu Chelsea gegn United

ÍÞRÓTTIR  | 28. nóvember | 20:32 
Jorginho, fyrirliði Chelsea, var allt í öllu þegar liðið gerði jafntefli við Manchester United í stórleik ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu á Stamford Bridge í London í dag.

Jorginho, fyrirliði Chelsea, var allt í öllu þegar liðið gerði jafntefli við Manchester United í stórleik ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu á Stamford Bridge í London í dag.

Jadon Sancho kom United yfir með sínu fyrsta úrvalsdeildarmarki eftir mistök Jorginho en Ítalinn jafnaði metin fyrir Chelsea með marki úr vítaspyrnu um miðjan síðari hálfleikinn.

Chelsea sótti án afláts á lokamínútunum en tókst ekki að koma boltanum í netið og jafntefli því niðurstaðan.

Leikur Chelsea og Manchester United var sýndur beint á Síminn Sport.

Þættir