Stjörnulið sem býr til miklar fyrirmyndir

ÍÞRÓTTIR  | 30. desember | 13:04 
„Rut Arnfjörð Jónsdóttir er ein af íþróttamanneskjum ársins,“ sagði Hörður Snævar Jónsson, íþróttafréttastjóri hjá Torgi, í íþróttauppgjöri Dagmála, frétta- og menningarlífsþáttar Morgunblaðsins, þegar rætt var um kvennalið KA/Þórs í handknattleik.

„Rut Arnfjörð Jónsdóttir er ein af íþróttamanneskjum ársins,“ sagði Hörður Snævar Jónsson, íþróttafréttastjóri hjá Torgi, í íþróttauppgjöri Dagmála, frétta- og menningarlífsþáttar Morgunblaðsins, þegar rætt var um kvennalið KA/Þórs í handknattleik.

Akureyringar gerðu sér lítið fyrir á árinu og urðu Íslands-, bikar- og deildarmeistarar en þetta var í fyrsta sinn sem í sögu félagsins sem liðið verður Íslandsmeistari.

Rut gekk til liðs við Akureyringa fyrir síðasta tímabil frá Esbjerg og var mikilvægasti leikmaður liðsins á síðustu leiktíð þegar KA/Þór var óstöðvandi.

„Liðið stendur og fellur með henni, það er ekkert flóknara en það,“ sagði Eva Björk Benediktsdóttir.

„Svona stjörnulið býr líka til ótrúlegar fyrirmyndir fyrir yngri iðkendur og þetta mun bara styrkja handboltann á Akureyri til lengri tíma litið, sérstaklega kvennamegin,“ bætti Hörður Snævar Jónsson við.

Áramótaþátt og íþróttauppgjör Dagmála í heild sinni má nálgast með því að smella hér.

Þættir