Flugeldar sprengdir í kennslustofum

INNLENT  | 19. janúar | 16:49 
Eitthvað sem átti að vera fyndið fór út böndunum í Verzlunarskóla Íslands í dag, líkt og skólastjóri skólans kemst að orði í tölvupósti til nemenda, þegar flugeldum var kastað inn í tvær kennslustofur.

Eitthvað sem átti að vera fyndið fór út böndunum í Verzlunarskóla Íslands í dag, líkt og skólastjóri skólans kemst að orði í tölvupósti til nemenda, þegar flugeldum var kastað inn í tvær kennslustofur. Voru nemendur í stofunum á meðan á látunum stóð, samkvæmt heimildum mbl.is.

Í myndskeiði sem mbl.is hefur undir höndum heyrast hvellir og sjást sprengingarnar úr einni af kennslustofum skólans. 

Nemendur settir í hættu

Guðrún Inga Sívertsen, skólastjóri Verzlunarskólans, segir í tölvupósti til nemenda að þeim aðila eða aðilum sem bera ábyrgð á því að kasta flugeldum inn í kennslustofurnar tvær að gefa sig fram áður en farið verður í myndavélakerfi skólans og málið tekið lengra. 

Atvikið er litið alvarlegum augum að hennar sögn þar sem nemendur skólans voru settir í hættu auk þeirra skemmda sem urðu á húsnæði skólans.

 

Þættir