Mörkin: Stórglæsilegt mark í grannaslagnum

ÍÞRÓTTIR  | 23. janúar | 18:51 
Hakim Ziyech skoraði stórglæsilegt mark er Chelsea vann verðskuldaðan 2:0-sigur á Tottenham í Lundúnaslag í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld.

Hakim Ziyech skoraði stórglæsilegt mark er Chelsea vann verðskuldaðan 2:0-sigur á Tottenham í Lundúnaslag í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld.

Ziyech kom Chelsea yfir á 47. mínútu þegar hann smurði boltann í bláhornið fjær og Thiago Silva bætti við skallamarki á 55. mínútu og þar við sat.

Svipmyndir úr leiknum má sjá í spilaranum hér fyrir ofan en mbl.is færir ykkur efni úr enska boltanum í samvinnu við Símann sport.

Þættir