Vorum ekki sama liðið og í síðasta leik

ÍÞRÓTTIR  | 28. apríl | 23:15 
Rúnar Ingi Erlingsson þjálfari kvennaliðs Njarðvíkur varð að vonum svekktur í kvöld þegar liði hans mistókst að tryggja sér Íslandsmeistaratitil kvenna í körfubolta þegar þær fengu Hauka í heimsókn í fjórða leik einvígis liðanna.

Rúnar Ingi Erlingsson þjálfari kvennaliðs Njarðvíkur varð að vonum svekktur í kvöld þegar liði hans mistókst að tryggja sér Íslandsmeistaratitil kvenna í körfubolta þegar þær fengu Hauka í heimsókn í fjórða leik einvígis liðanna. 

Rúnar sagði að spenna í leikmönnum hafi verið augljós og að sóknarlega hafi margir leikmenn einfaldlega ekki mætt til leiks. Rúnar sagði að liðsmenn þurfi að kunna að róa taugarnar og um það hafi verið rætt fyrir þennan leik en fyrir nýliða í deildinni að vera að spila í slíku umhverfi eins og kvöldið var þá hafi mögulega bara vantað einn prufuleik. 

Þættir