„Ég fékk taugaáfall þegar við fengum húsið afhent“

SMARTLAND  | 29. apríl | 11:54 
Davíð Arnar Stefánsson landfræðingur býr ásamt eiginkonu sinni, Margréti Gauju Magnúsdóttur, í mjög gömlu húsi í Hafnarfirði. Þau festu kaup á húsinu 2003 en þá var hún 27 ára en hann 33 ára.

Davíð Arnar Stefánsson landfræðingur býr ásamt eiginkonu sinni, Margréti Gauju Magnúsdóttur, í mjög gömlu húsi í Hafnarfirði. Þau festu kaup á húsinu 2003 en þá var hún 27 ára en hann 33 ára. 

„Ég fékk taugaáfall þegar við fengum húsið afhent,“ segir Margrét Gauja og segir að það hafi þurft að gera mjög mikið fyrir húsið. Þau hnutu um húsið á fimmtudegi og voru búin að kaupa það á föstudegi. 

Þegar þau keyptu húsið keyptu þau bráðabirgðainnréttingu í IKEA sem er ennþá í eldhúsinu. Það er reyndar búið að færa hana til tvisvar og lifir innréttingin ennþá góðu lífi í húsinu. 

Margrét Gauja var lengi í bæjarstjórn í Hafnarfirði fyrir Samfylkinguna en nú er Davíð Arnar orðinn oddviti Vinstri grænna í Hafnarfirði. 

 

Þættir