Fordæmdi „siðleysi“ Pútíns

ERLENT  | 30. apríl | 17:15 
John Kirby, talsmaður bandaríska varnarmálaráðuneytisins, komst við þegar hann fordæmdi „siðleysi“ Pútíns Rússlandsforseta í innrásinni í Úkraínu. Spurði Kirby hvernig nokkur leiðtogi gæti varið það að gera sprengjuárásir á sjúkrahús og saklausa borgara.

John Kirby, talsmaður bandaríska varnarmálaráðuneytisins, komst við þegar hann fordæmdi „siðleysi“ Pútíns Rússlandsforseta í innrásinni í Úkraínu. Spurði Kirby hvernig nokkur leiðtogi gæti varið það að gera sprengjuárásir á sjúkrahús og saklausa borgara. 

Kirby var að tala við fréttamenn á reglulegum blaðamannafundi varnarmálaráðuneytisins í gær, þegar tilfinningarnar brutust fram og báru hann tímabundið ofurliði. 

„Það er erfitt að horfa á það sem hann er að gera í Úkraínu, það sem hersveitir hans eru að gera í Úkraínu, og telja að einhver siðsamur, heiðarlegur einstaklingur gæti réttlætt þetta,“ sagði Kirby, en hann var að svara spurningu um hvernig Bandaríkjastjórn mæti geðrænt ástand Rússlandsforseta. 

„Ég get ekki sagt neitt um sálfræði hans, en ég held að við getum öll tjáð okkur um siðleysi (e. depravity) hans,“ sagði Kirby.

Þættir