Mörkin: Endurkoma City skilaði einu stigi

ÍÞRÓTTIR  | 15. maí | 16:39 
City nægir sigur á Aston Villa í lokaumferð ensku úrvalsdeildarinnar í fótbolta eftir að liðið gerði 2:2-jafntefli á útivelli gegn West Ham í dag.

City nægir sigur á Aston Villa í lokaumferð ensku úrvalsdeildarinnar í fótbolta eftir að liðið gerði 2:2-jafntefli á útivelli gegn West Ham í dag.

West Ham komst í 2:0 með mörkum frá Jarrod Bowen í fyrri hálfleik en City jafnaði í seinni hálfleik er Jack Grealish skoraði og Vladímir Coufal setti boltann í eigið net.

Riyah Mahrez fékk dauðafæri til að tryggja City þrjú stig í lokin úr víti en Lukasz Fabianski varði frá honum.

Svipmyndir úr leiknum má sjá í spilaranum hér fyrir ofan en mbl.is færir ykkur efni úr enska boltanum í samvinnu við Símann sport.  

Þættir