Væri leið ef hún hefði hlustað á gagnrýnina og hætt

INNLENT  | 19. maí | 10:32 
Tónlistarkonan Guðlaug Sóley Höskuldsdóttir, sem betur er þekkt sem Gugusar, hvetur ungt listafólk til þess að láta neikvæða gagnrýni jafnaldra sinn sem vind um eyru þjóta. Hún hefur reynslu af stríðni vegna sköpunar sinnar og segir að það sé ekki þess virði að hlusta niðurrifsraddir.

Tónlistarkonan Guðlaug Sóley Höskuldsdóttir, sem betur er þekkt sem Gugusar, hvetur ungt listafólk til þess að láta neikvæða gagnrýni jafnaldra sinn sem vind um eyru þjóta. Hún hefur reynslu af stríðni vegna sköpunar sinnar og segir að það sé ekki þess virði að hlusta niðurrifsraddir.

„Þegar þú ferð svona út úr kassanum þegar þú ert í grunnskóla færðu bæði góð og slæm viðbrögð,“ segir Guðlaug í nýjasta þætti Dagmála.

Hún byrjaði að skapa tónlist sem barn og á unglingastigi fór hún að finna fyrir gagnrýni samnemenda sinna. Var hún m.a. kölluð Billie Eilish eftirherma og heyrði af miklu baktali.

 

„Mér var eiginlega sama af því að ég var svo ákveðin í að þetta væri það sem mig langaði að gera,“ segir Guðlaug sem telur að gagnrýnin hafi bara gert hana sterkari. Í dag er hún orðin þekkt tónlistarkona, þó hún sé einungis 18 ára gömul og stefnir á að gefa út aðra plötu sína í lok sumars. 

Í myndbrotinu úr Dagmálum hér að ofan má heyra skilaboð Guðlaugar til ungs listafólks.

Viðtal við Guðlaugu Sóley Höskuldsdóttur í fullri lengd

Þættir