Geta tryggt sér eintak af Dragonflight

ÍÞRÓTTIR  | 28. júní | 11:22 
Drekar taka yfir Warcraft-heiminum í síðasta lagi um áramótin þegar nýjasti og níundi aukapakkinn í World of Warcraft, Dragonflight, kemur út.

Drekar taka yfir Warcraft-heiminum í síðasta lagi um áramótin þegar nýjasti og níundi aukapakkinn í World of Warcraft, Dragonflight, kemur út.

Warcraft-aðdáendur geta tryggt sér Dragonflight með ýmsum fríðindum og aukahlutum þar sem hann er kominn í forsölu. 

https://www.mbl.is/sport/esport/2022/04/25/drekar_stela_senunni_i_naesta_pakka/

Fyrsta skiptið í Warcraft

Með Dragonflight fylgir nýr kynþáttur, Dracthyr Evoker, sem er einskonar blendingur manns og dreka. Þar að auki er hann bundinn við sinn eigin klassa en þetta er í fyrsta skiptið sem að kynþáttur og klassi eru bundnir saman í World of Warcraft.

Dracthyrar geta spilað sem heilarar eða galdramenn sem varpa göldrum á óvini sína úr fjarlægð.

„Slástu í för með drekafylkingum Azeroth er þeir snúa aftur til Drekaeyjanna, týndri vídd töfra og undra. Þar bíða Dracthyr Evokerar, glænýr og spilanlegur kynþáttur og klassi af manna- og drekakyni sem er tilbúinn að slást í för með Horde og Alliance,“ segir um leikinn.

„Drekaeyjarnar hafa verið faldar í 10.000 ár, frá tímum sundrungarinnar miklu. Með frumorku hafa nú gleymdu strendur þeirra vaknað á ný, sem kallar á hugrakka landkönnuði frá Horde og Alliance.“

 

Spilatími, farskjóti og fleira

Sem fyrr segir er leikurinn kominn í forsölu og eru þrír mismunandi pakkar með mismunandi fríðindum í boði. Hægt er að kaupa Base-, Heroic-, og Epic-pakkann og er Epic-pakkinn stærstur.

Með því að kaupa Epic-pakkann í forsölu fá leikmenn fjölda aukahluta á borð við Wings of Awakening, sem er sérstakt transmog-sett sem fæst í mörgum litum, ásamt persónuboosti upp í 60. reynsluþrep.

Auk þess fá þeir Tangled Dreamwaver-farskjótann, gæludýrið Murkastrasza, heilan mánuð af spilatíma og fleira.

Forvitnir eða áhugasamir leikmenn sem ekki spila World of Warcraft nú þegar geta fengið að prófa hann frítt þar sem að Blizzard býður nú upp á fría prufuáskrift upp að reynsluþrepi 20.

https://www.mbl.is/sport/esport/2022/06/23/spilad_world_of_warcraft_fritt/

Þættir