Segir gos í miðju hafnarmynninu ekki útilokað

INNLENT  | 9. ágúst | 16:12 
Þó nokkrar líkur eru á því að það gjósi aftur í Heimaey í náinni framtíð. Gos gæti þess vegna komið upp í miðju hafnarmynninu svo mikilvægt er að fleiri en ein viðbragðsáætlun sé fyrir hendi, að sögn Þorvalds Þórðarsonar, prófessors í eldfjallafræði við Háskóla Íslands.

Þó nokkrar líkur eru á því að það gjósi aftur í Heimaey í náinni framtíð. Gos gæti þess vegna komið upp í miðju hafnarmynninu svo mikilvægt er að fleiri en ein viðbragðsáætlun sé fyrir hendi, að sögn Þorvalds Þórðarsonar, prófessors í eldfjallafræði við Háskóla Íslands.

„Ef það verður annað gos á Heimaey þá er það atburður sem að vert er að hafa miklar áhyggjur af. Við þurfum að vera tilbúin með viðbragð þannig að við getum komið fólki frá staðnum eins fljótt og auðið er,“ segir Þorvaldur.

Hann segir líkurnar á eldgosi þó nokkrar, og bendir á að gosið hafi í Vestmannaeyjum árin 1963 og 1973, annars vegar þegar Surtsey varð til og hins vegar þegar gaus í Heimaey.

 

Vonandi gýs á sömu línu

„Það getur gosið í náinni framtíð aftur á Heimaey. Vonandi á þeirri línu sem hefur verið að gjósa á undanförnum árþúsundum, sem að eldfjallið er á. Því að þá erum við austast á eyjunni og þá kannski hafa menn einhvern viðbragðstíma til þess að koma fólki frá eyjunni,“ segir Þorvaldur.

„Það getur líka verið þannig að það getur komið upp gos í miðju hafnarmynninu í eyjum. Þannig að menn þurfa að vera með ekki bara áætlun A, heldur líka áætlun B, og kannski C og jafnvel D – til þess að bregðast við slíkum atburði í Vestmannaeyjum.“

Horfðu á viðtalið í heild sinni.

Þættir