Skila tveimur skýrslum til eftirlitsaðila á dag

VIÐSKIPTI  | 11. ágúst | 13:26 
Landsbankinn þarf að meðaltali að skila tveimur skýrslum til eftirlitsstofnana hvern einasta virka dag ársins. Bankastjóri Landsbankans bendir á að þetta hafi mikinn kostnað í för með sér.

Landsbankinn þarf að meðaltali að skila tveimur skýrslum til eftirlitsstofnana hvern einasta virka dag ársins. Bankastjóri Landsbankans bendir á að þetta hafi mikinn kostnað í för með sér.

„Þetta er farið að snúast svolítið mikið um að skila stöðugum skýrslum. við skilum tveimur skýrslum á dag að jafnaði allan ársins hring. Ofan á það bætast svo fullt af sjálfvirkum skýrslum líka þannig að þetta eru skýrslur sem við erum sérstaklega að vinna.“

Hverjir lesa þessar skýrslur?

Lilja Björk Einarsdóttir bankastjóri er gestur Dagmála í dag. Þar er hún spurð hverjir lesi þessar skýrslur.

„Ég veit það ekki. Og þetta er ekki séríslenskt. Þetta er að koma frá Evrópu. Evrópsku bankasamtökin hafa verið að tala mikið um þetta. Bankar í Evrópu eru orðnir undirverðlagðir vegna þess að fjárfestar vita ekki hvaða kröfur koma næst, hvap er að gerast næst og þeir eru bara búnir að minnka í samanburði við alþjóðlega banka og bankakerfið í Evrópu svolítið í hers höndum. Það er engum blöðum um það að fletta og það er með fullri virðingu fyrir eftirlitsiðnaðinum og því góða fólki sem vinnur á móti okkur að það kemur of mikið frá Evrópu [...]“

Sjá viðtalið í heild sinni.

Þættir