Fundu ref og þvottabjörn í ferðatösku

ERLENT  | 18. ágúst | 13:09 
Indverskur maður var handtekinn á stærsta flugvelli Taílands þegar hann reyndi að smygla þaðan ýmsum villtum dýrum, þar á meðal hvítum eyðimerkurrefi og þvottabirni.

Indverskur maður var handtekinn á stærsta flugvelli Taílands þegar hann reyndi að smygla þaðan ýmsum villtum dýrum, þar á meðal hvítum eyðimerkurrefi og þvottabirni.

 

Api og slanga voru einnig á meðal dýranna sem fundust í ferðatösku mannsins.

Mikið er um að villtum dýrum sé smyglað í gegnum flugvöllinn og eru þau oftast seld til Kína eða Víetnam. Síðastliðna mánuði hefur þó sífellt fleiri dýrum verið smyglað til Indlands.

Abilash Annaduri var handtekinn í Taílandi með 17 lifandi dýr og voru tegundirnar sex talsins, að sögn embættismanna.

Þættir