Ryðjast inn á hnetusmjörsmarkaðinn

VIÐSKIPTI  | 18. ágúst | 16:27 
Good Good hefur sett á markað kolvetnaskert og sykurlaust hnetusmjör. Garðar Stefánsson forstjóri fyrirtækisins bendir á að hnetusmjörsmarkaðurinn í Bandaríkjunum sé mjög stór.

Íslenska matvælafyrirtækið Good Good hefur sett á markað kolvetnaskert og sykurlaust hnetusmjör. Garðar Stefánsson forstjóri fyrirtækisins bendir á að hnetusmjörsmarkaðurinn í Bandaríkjunum er mjög stór. Hann er gestur Stefáns Einars Stefánssonar í Dagmálum.

„Við teljum þetta vera algjörlega júník vöru í hnetusmjörsheiminum. Það er gaman að segja frá því að hnetusmjörsmarkaðurinn í Bandaríkjunum er stærri heldur en sultumarkaðurinn.“

Bendir hann á að þótt margir bjóði upp á sykurlaust hnetusmjör þá skilji vara Good Good sig frá öðrum með því að hún er einnig kolvetnaskert. Útskýrir hann að það komi til af því að sérstökum trefjum, af náttúrulegum uppruna er bætt út í smjörið og að þá notist fyrirtækið einnig við sérstakar hnetur sem vaxi aðeins í Norður-Ameríku. Flestir framleiðendur hnetusmjörs notist hins vegar við hnetur frá Argentínu og Tyrklandi og að þær séu mun kolvetnaríkari.

https://www.mbl.is/mogginn/dagmal/vidskipti/231147/

Þættir