Dansað upp í topp

FÓLKIÐ  | 27. febrúar | 12:08 
Gunnlaugur Egilsson hefur náð undraverðum árangri í alþjóðlegum heimi listdansara undanfarin misseri og er æviráðinn við Konunglega sænska ballettinn. Um þessar mundir er hann staddur á Íslandi og dansar í sýningunni Velkomin heim sem Íslenski dansflokkurinn sýnir nú í Borgarleikhúsinu.

Gunnlaugur Egilsson hefur náð undraverðum árangri í alþjóðlegum heimi listdansara undanfarin misseri og er æviráðinn við Konunglega sænska ballettinn. Um þessar mundir er hann staddur á Íslandi og dansar í sýningunni Velkomin heim sem Íslenski dansflokkurinn sýnir nú í Borgarleikhúsinu.

Gunnlaugur er nú í þriggja ára leyfi frá sænska ballettinum og hyggst nýta þann tíma til að einbeita sér að því að semja dansa og þróa það form í nýjar, framsæknar áttir þar sem ólíkum listmiðlum er slegið saman. Listiðkun Gunnlaugs hefur enda verið með afar fjölbreyttu sniði og hefur hann búið til myndbönd, stuttmyndir, óperu og dansverk auk þess sem hann semur og spilar tónlist og hannar leiktjöld.

Ítarlegt viðtal við Gunnlaug verður að finna í Lesbókinni á morgun

Þættir