Átti van Dijk að fá beint rautt? (myndskeið)

ÍÞRÓTTIR  | 5. september | 13:43 
Virgil van Dijk fékk að líta gula spjaldið í leik Everton og Liverpool í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu á Goodison Park í Liverpool um helgina.

Virgil van Dijk fékk að líta gula spjaldið í leik Everton og Liverpool í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu á Goodison Park í Liverpool um helgina.

Leiknum lauk með markalausu janftelfi en van Dijk braut illa Amadou Onana á 76. mínútu og var Anthony Taylor, dómari leiksins, fljótur að rífa upp gula spjaldið á van Dijk.

Brotið var til umræðu í Vellinum á Síminn Sport þar sem þau Bjarni Þór Viðarsson, Margrét Lára Viðarsdóttir og Jóhann Berg Guðmundsson ræddu brotið sín á milli.

„Þetta var appelsínugult spjald,“ sagði Bjarni Þór.

„Hann er alltof seinn og fer mjög hátt með fótinn. Ég hélt að þetta yrði rautt spjald,“ sagði Jóhann Berg.

„Ég er sammála Jóa, mér fannst þetta hættuleg tækling,“ bætti Margrét Lára við.

Þættir