Huldumaðurinn Hreimur afhjúpaður

FÓLKIÐ  | 5. október | 9:51 
Það verður sannkallað húllumhæ þegar lokaþáttur skemmti- og spurningaþáttarins Ertu viss? fer í loftið kl. 19:00, annað kvöld.

Það verður sannkallað húllumhæ þegar lokaþáttur skemmti- og spurningaþáttarins Ertu viss? fer í loftið kl. 19:00, annað kvöld.

Eva Ruza, annar stjórnandi þáttarins, verður fjarri góðu gamni á morgun en Tinna mun að sjálfsögðu vera á sínum stað og fara með stjórn þáttarins í fjarveru Evu systur sinnar.

https://www.mbl.is/folk/frettir/2022/09/28/allsberar_drottningar_stoldrudu_stutt_vid_hja_evu/

Í síðasta þætti af Ertu viss? varpaði Tinna ljósi á huldumann sem mun vera henni til halds og trausts sem meðstjórnandi í lokaþættinum.

Líkt og fram kemur í meðfylgjandi myndskeiði verður það enginn annar en Hreimur Örn Heimisson, einn ástsælasti söngvari landsins.

Það er aldrei að vita hvað Hreimur kemur til með að taka upp á í nýju hlutverki en ekki er vitað til þess að hann hafi áður stýrt spurningaþætti. Líklegt þykir að kassagítarinn verði þó ekki langt undan.

Vertu viss um að vera með! 

Spurn­ingaþátturinn Ertu viss? er skemmtiþáttur í anda Kahoot og pöbbk­viss. Þát­taka er ein­föld:

1. Þú skrá­ir þig til leiks með því að smella hér.

2. Þú fylg­ist með beinni út­send­ingu hér á mbl.is/​ertu­viss eða á rás 9 hjá sjón­varpi Sím­ans þegar klukkan nálgast 19:00 á leikdegi.

3. Þú spil­ar með í þínu snjall­tæki heima í stofu.

https://www.mbl.is/folk/frettir/2022/09/20/alsaelir_vinningshafar/

Spilað er upp á hvaða þátt­tak­end­ur svara rétt­ast á sem skemmst­um tíma í hverj­um flokki. Fimm flokk­ar eru spilaðir í hverj­um þætti og fá 10 efstu þátt­tak­end­ur í hverj­um flokki vinn­ing en einn þátt­tak­andi hlýt­ur aðal­vinn­ing kvölds­ins fyr­ir að vera efst­ur í öll­um fimm flokk­un­um. Vinn­ings­haf­ar fá stór­glæsi­lega vinn­inga frá kost­end­um þátt­ar­ins.

All­ar nán­ari upp­lýs­ing­ar um skrán­ingu, vinn­inga og út­send­ing­una sjálfa má nálg­ast HÉR. Einnig er vert að benda á að hægt er að senda sér­stak­ar fyr­ir­spurn­ir á net­fangið ertu­viss@mbl.is.

https://www.mbl.is/folk/frettir/2022/09/15/laddi_leystur_fra_storfum_i_beinni_a_mbl_is/

Þættir