Fóru loks að tala eftir 38 ára þöggun

INNLENT  | 15. nóvember | 9:58 
„Ég hef aldrei upplifað jafn mikið þakklæti eins og eftir að bókin um snjóflóðin í Neskaupstað, kom út,“ segir Óttar Sveinsson í Dagmálaþætti dagsins. Hann kom austur til að ræða við þá sem upplifðu hin mannskæðu flóð veturinn 1974, þar sem tólf fórust. Hann ræddi við aðstandendur og fólk sem hafði komist lífs af eftir að hafa lent í flóðunum.

„Ég hef aldrei upplifað jafn mikið þakklæti eins og eftir að bókin um snjóflóðin í Neskaupstað, kom út,“ segir Óttar Sveinsson í Dagmálaþætti dagsins. Hann kom austur til að ræða við þá sem upplifðu hin mannskæðu flóð veturinn 1974, þar sem tólf fórust. Hann ræddi við aðstandendur og fólk sem hafði komist lífs af eftir að hafa lent í flóðunum.

Óttar segir að hálfgerð þöggun hafi ríkt um málið og þegar hann settist niður með fólki og tók viðtölin hafi mörgum að vissu leiti létt. Það var mikið grátið í stólnum hjá Óttari við þessa upprifjun þar sem plásturinn var rifinn af þessu svöðusári sem samfélagið hafði gengið í gegnum. Útgáfuteitið er honum minnisstætt þar sem mikið var um faðmlög og samfélagið fór að ræða þessa hluti.

Hann segist oft hafa orðið var við það að viðmælendum hans líði betur eftir að hafa rætt opinskátt um erfiða lífsreynslu. „Þetta er tengt áfallahjálp,“ upplýsir hann.

Sjálfur segist hann fara í ákveðinn búning eða ham þegar hann tekur viðtölin fyrir bækurnar sínar. Hann sé einfaldlega í vinnunni sinni og þannig nálgist hann þessi verkefni. Í myndskeiðinu sem fylgir fréttinni ræðir Óttar þessa hluti og það mikla þakklæti sem hann upplifði eftir útkomu bókarinnar Útkall. Sonur þinn er á lífi, sem fjallaði um snjóflóðin í Neskaupstað 1974.

Viðtalið við Óttar Sveinsson í heild sinni er aðgengilegt fyrir áskrifendur Morgunblaðsins.

 

Þættir