Hörður getur ekki hætt að lýsa (myndskeið)

ÍÞRÓTTIR  | 30. nóvember | 11:17 
Hörður Magnússon knattspyrnulýsari hefur farið mikinn í lýsingum á leikjum HM í fótbolta karla í Katar á RÚV í mánuðinum.

Hörður Magnússon knattspyrnulýsari hefur farið mikinn í lýsingum á leikjum HM í fótbolta karla í Katar á RÚV í mánuðinum.

Þegar hann er ekki að lýsa leikjunum á RÚV virðist Hörður samt eiga erfitt með að hætta að lýsa eins og nokkrir gestir Hress heilsuræktar í Hafnarfirði fengu að kynnast þegar Kamerún og Serbía áttust við og gerðu 3:3-jafntefli í 2. umferð G-riðils á mánudagsmorgun.

Heimir Guðjónsson, þjálfari karlaliðs FH í knattspyrnu, Sigursteinn Arndal, þjálfari karlaliðs FH í handknattleik og Jón Þórðarson, annar eigenda Hress, voru á meðal þeirra sem fengu lýsingu Harðar beint í æð.

Myndband af lýsingu hans má sjá í spilaranum hér að ofan, en Linda Hilmarsdóttir, annar eigenda Hress, tók það upp.

Þættir